Fréttir

true

Snæfell mæti Tindastóli í bikarnum

Í hádeginu í dag var dregið í átta liða úrslit VÍS bikars karla og kvenna í körfubolta. Átta liða úrslitin verða leikin dagana 10.-12. janúar nk. og dregið verður í fjögurra liða úrslit bikarkeppninnar 19. janúar. VÍS bikarúrslitin sjálf verða leikin dagana 3.-8. febrúar í Smáranum. Í átta liða úrslitunum mætir kvennalið Snæfells Tindastóli í…Lesa meira

true

Halldórs Blöndals minnst á Alþingi

Halldór Blöndal, fyrrverandi forseti Alþingis og ráðherra, lést hér í Reykjavík aðfaranótt 16. desember, 87 ára að aldri. Forseti Alþingis flutti í dag minningarorð um hann: “Halldór Blöndal var fæddur í Reykjavík 24. ágúst 1938, sonur hjónanna Lárusar H. Blöndals magisters, síðast bókavarðar Alþingis, og Kristjönu Benediktsdóttur húsmóður. Halldór lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri…Lesa meira

true

Strok úr landeldisstöð í Eyjum

Eldislaxar úr eldisstöð í Viðlagafjöru í Vestmannaeyjum sluppu í sjó þegar unnið var við að flytja fisk á milli tanka í eldisstöð Laxeyjar. Þetta kemur fram í frétt Matvælastofnunar í morgun. Fram kemur að dauðir fiskar hafi fundist í fjöruborðinu þar sem fráveitan frá eldinu liggur. Fyrir liggja upplýsingar frá fyrirtækinu um að tveir laxar…Lesa meira

true

Styrkir til frjálsra félagsamtaka á sviði náttúruverndar

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið hefur úthlutað rúmlega 56 milljónum króna í rekstrarstyrki til 25 frjálsra félagasamtaka sem starfa á málefnasviði ráðuneytisins að umhverfismálum. „Markmið styrkjanna er að stuðla að opnum og frjálsum skoðanaskiptum um umhverfis- og auðlindamál og að efla almenna vitund um gildi umhverfismála,“ segir  tilkynningu. Umsækjendur rekstrarstyrkja ráðuneytisins þurfa að uppfylla skilyrði sem…Lesa meira

true

Eingreiðsla til tekjulágra í desember á að berast fyrir helgi

Alþingi hefur samþykkt frumvarp Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra sem felur í sér eingreiðslu í desember til þeirra sem fengið hafa greiddan örorkulífeyri, hlutaörorkulífeyri, ellilífeyri eða fengið sjúkra- og endurhæfingargreiðslur á árinu 2025. Það sama á við um þá sem fengu á árinu greiddan endurhæfingarlífeyri samkvæmt lögum um félagslega aðstoð. „Til að koma betur til…Lesa meira

true

Jólablað Skessuhorns á leið til lesenda

Seint í gærkvöldi var 104 síðna Jólablað Skessuhorns prentað í Landsprenti. Það er nú komið í dreifingu til áskrifenda og á lausasölustaði. Meðal efnis eru fastir liðir í Jólablaði svo sem krossgáta, myndagáta, rætt við Sagnaritara samtímans, fréttaannál ársins er á sínum stað í máli og myndum og þá skrifa níu konur á Vesturlandi kveðjur…Lesa meira

true

Slökkvilið Borgarbyggðar fær nýjan undanfarabíl

Slökkvilið Borgarbyggðar hafa fengið afhentan nýjan slökkvi- og björgunarbíl af MB Perfekt gerð. Bíllinn verður svokallaður undanfarabíll, sá fyrsti sem mætir í útköllum á vettvang bruna eða óhappa. Bíllinn er byggður á Mercedes Benz Sprinter undirvagn og er yfirbyggður hjá Perfekt í Póllandi, en söluaðili hér á landi er Ólafur Gíslason & Co – Eldvarnamiðstöðin.…Lesa meira

true

Matsáætlun uppbyggingar ferðaþjónustu á Laxárbakka

Skipulagsstofnun birti í gær í Skipulagsgátt matsáætlun, sem unnin er af Verkís, vegna uppbyggingar ferðaþjónustu  á jörðinni Laxárbakka í Eyja- og Miklaholtshreppi. Eins og fram hefur komið í fréttum Skessuhorns er þar í undirbúningi bygging á 45 herbergja hóteli, heilsumiðstöð, veitingastað, þjónustu- og starfsmannahúsi og á allt að 19 stakstæðum frístundahúsum sem byggð verða í…Lesa meira

true

Hlutfall kennara með kennsluréttindi hækkar á Vesturlandi

Hlutfall kennara á Vesturlandi með kennsluréttindi hækkaði milli ára frá árinu 2023 til 2024. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Hagstofu Íslands. Á árinu 2024 voru alls 315 manns starfandi við kennslu á Vesturlandi en árið 2023 voru 317 starfandi við kennslu. Á árinu 2024 voru 265 þessara starfsmanna með kennsluréttindi eða 84,1% starfsmanna.…Lesa meira

true

Aðeins eitt tilboð í bílabjörgun í Hvalfjarðargöngum

Tilboð voru opnuð í dag hjá Vegagerðinni í bílabjörgun í Hvalfjarðargöngum fyrir árin 2026-2028. Í útboðslýsingu er gert ráð fyrir að bjarga þurfi um 300 minni bifreiðum með bílaflutningi úr göngunum á ári. Einnig að vinna þurfi 60 klukkustundir á ári við björgun stærri bifreiða, þá 20 klukkustundir með dráttarbifreið og 20 klukkustundir með kranabifreið.…Lesa meira