
Snæfell mæti Tindastóli í bikarnum
Í hádeginu í dag var dregið í átta liða úrslit VÍS bikars karla og kvenna í körfubolta. Átta liða úrslitin verða leikin dagana 10.-12. janúar nk. og dregið verður í fjögurra liða úrslit bikarkeppninnar 19. janúar. VÍS bikarúrslitin sjálf verða leikin dagana 3.-8. febrúar í Smáranum.