Blaðið liðast eftir færiböndunum áleiðis í pökkun og merkingu.

Jólablað Skessuhorns á leið til lesenda

Seint í gærkvöldi var 104 síðna Jólablað Skessuhorns prentað í Landsprenti. Það er nú komið í dreifingu til áskrifenda og á lausasölustaði. Meðal efnis eru fastir liðir í Jólablaði svo sem krossgáta, myndagáta, rætt við Sagnaritara samtímans, fréttaannál ársins er á sínum stað í máli og myndum og þá skrifa níu konur á Vesturlandi kveðjur úr héraði. Vísnaþátt um Ref bónda er þar að finna sem og myndskreytta ferðasögu, frásögn um hvílustað gæludýra í Kjós og hugvekju séra Heiðrúnar Helgu sóknarprests á Borg. Opnuviðtal er við Höllu Tómasdóttur forseta Íslands um áhrif samfélagsmiðla og snjallsíma. Auk þess eru tuttugu önnur viðtöl við áhugavert fólk víðsvegar á Vesturlandi um líf þess og störf. Fólk er hvatt til að tryggja sér í tíma eintak af Jólablaði Skessuhorns, ódýrustu jólabókinni í ár.