Halla Tómasdóttir forseti Íslands og Jónatan Garðarsson formaður Skógræktarfélags Íslands planta eik á Varmalandi sl. haust. Ljósm. mm

Styrkir til frjálsra félagsamtaka á sviði náttúruverndar

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið hefur úthlutað rúmlega 56 milljónum króna í rekstrarstyrki til 25 frjálsra félagasamtaka sem starfa á málefnasviði ráðuneytisins að umhverfismálum. „Markmið styrkjanna er að stuðla að opnum og frjálsum skoðanaskiptum um umhverfis- og auðlindamál og að efla almenna vitund um gildi umhverfismála,“ segir  tilkynningu.