
Matsáætlun uppbyggingar ferðaþjónustu á Laxárbakka
Skipulagsstofnun birti í gær í Skipulagsgátt matsáætlun, sem unnin er af Verkís, vegna uppbyggingar ferðaþjónustu á jörðinni Laxárbakka í Eyja- og Miklaholtshreppi. Eins og fram hefur komið í fréttum Skessuhorns er þar í undirbúningi bygging á 45 herbergja hóteli, heilsumiðstöð, veitingastað, þjónustu- og starfsmannahúsi og á allt að 19 stakstæðum frístundahúsum sem byggð verða í samræmi við eftirspurn. Á sínum tíma ákvað Skipulagsstofnun að framkvæmdin sé matskyld.