Hluti af athafnasvæði Laxeyjar í Viðlagafjöru. Ljósm. Eyjar.net/Halldór B. Halldórsson

Strok úr landeldisstöð í Eyjum

Eldislaxar úr eldisstöð í Viðlagafjöru í Vestmannaeyjum sluppu í sjó þegar unnið var við að flytja fisk á milli tanka í eldisstöð Laxeyjar. Þetta kemur fram í frétt Matvælastofnunar í morgun. Fram kemur að dauðir fiskar hafi fundist í fjöruborðinu þar sem fráveitan frá eldinu liggur. Fyrir liggja upplýsingar frá fyrirtækinu um að tveir laxar hafi sloppið lifandi út í sjó. Viðbragðsáætlun vegna stroks var virkjuð og lögð voru út net. Í umræddu eldiskeri voru 142.242 laxar og meðalþyngd þeirra 2,2 kílógrömm.