
Slökkvilið Borgarbyggðar fær nýjan undanfarabíl
Slökkvilið Borgarbyggðar hafa fengið afhentan nýjan slökkvi- og björgunarbíl af MB Perfekt gerð. Bíllinn verður svokallaður undanfarabíll, sá fyrsti sem mætir í útköllum á vettvang bruna eða óhappa. Bíllinn er byggður á Mercedes Benz Sprinter undirvagn og er yfirbyggður hjá Perfekt í Póllandi, en söluaðili hér á landi er Ólafur Gíslason & Co - Eldvarnamiðstöðin.