Fréttir

true

Keila fyrir alla

Hvatasjóður styrkir Keilufélag Akraness til að kynna íþróttina fyrir fötluðum Meðal styrkþega í síðustu úthlutun Hvatasjóðs ÍSÍ og UMFÍ er Keilufélag Akraness. Hvatasjóður íþróttahreyfingarinnar er nýr sjóður sem úthlutað hefur verið úr í þrígang. „Sjóðurinn styrkir verkefni sem miða að útbreiðslu íþrótta og aukinni þátttöku barna í íþróttum með áherslu á þátttöku barna með fötlun,…Lesa meira

true

Talsverðar hafnar- og sjóvarnaframkvæmdir samkvæmt nýrri Samgönguáætlun

Í drögum að samgönguáætlun sem Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra kynnti í gær er gert ráð fyrir talsverðum hafnarframkvæmdum á Snæfellsnesi með framlögum úr Hafnabótasjóði. Í Ólafsvík verður Norðurbakki lengdur um 105 metra, innsigling verður dýpkuð og einnig verður dýpkað við nýju trébryggjuna. Í Rifshöfn verður stálþil og þekja Austurkants endurnýjuð ásamt dýpkun innsiglingar. Í Grundarfirði verður…Lesa meira

true

Unnið að uppbyggingu skammtímadvalar fyrir fötluð börn

Samráðshópur stjórnenda í velferðarþjónustu á Vesturlandi hefur að undanförnu kannað möguleika á sameiginlegum rekstri á skammtímadvöl fyrir börn og ungmenni með fötlun á Vesturlandi. Þroskahjálp hefur lýst yfir vilja til að koma að slíkri uppbyggingu. Málið var til umræðu hjá félagsmálanefnd Dalabyggðar í gær. Á fundinum voru lögð fram drög að viljayfirlýsingu um  uppbygginguna. Í…Lesa meira

true

Tónlistarskólinn kom Grundfirðingum í jólagír

Það var sannkölluð jólastemning í Grundarfjarðarkirkju miðvikudaginn 3. desember þegar Tónlistarskóli Grundarfjarðar hlóð í nokkur vel valin jólalög. Yngstu iðkendurnir byrjuðu dagskrána og svo kom hvert glæsilega atriðið á fætur öðru á meðan aldur flytjenda hækkaði. Tónleikarnir enduðu svo á frábærum jólalögum allra söngnemenda við undirleik kennara og nemenda sem sendi tónleikagesti heim í jólagír.Lesa meira

true

Varafulltrúi í sveitarstjórn kvartar undan stjórnsýslu Borgarbyggðar

Kristján Rafn Sigurðsson varafulltrúi Samfylkingarinnar og Viðreisnar í sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur með bréfi til innviðaráðuneytisins gert athugasemdir við boðun aukafundar sem haldinn var í sveitarstjórn í október og einnig því að tveir sveitarstjórnarfulltúar er sátu fundinn hafi ekki vikið sæti við afgreiðslu máls á fundinum. Forsaga málsins er sú að í október felldi sveitarstjórn Borgarbyggðar…Lesa meira

true

Nokkuð var um óhöpp í umferðinni í liðinni viku

Í dagbók Lögreglunnar á Vesturlandi kemur fram að nokkuð var um óhöpp í umferðinni í liðinni viku. Meðal annars var þrálát hálka að valda ökumönnum vandræðum. Bifreið rakst utan í snjómoksturstæki í Borgarfirði í vikunni sem leið. Ökumaður fann fyrir eymslum en var ekki talinn mikið slasaður en glærahálka var á vettvangi. Bifreið hafnaði á…Lesa meira

true

Hestamannafélagið Borgfirðingur hélt aðalfund

Hestamannafélagið Borgfirðingur hélt aðalfund sinn 27. nóvember síðastliðinn. Á dagskrá voru hefðbundin fundarstörf lögum samkvæmt en á þeim voru gerðar breytingar á fundinum. Gengu þær út á að fækka stjórnarmönnum í fimm aðalmenn og þrjá til vara en frá stofnun félagsins hafa verið átta í stjórn. Fundargerð má finna á heimasíðu félagsins. Formaður Borgfirðings var…Lesa meira

true

Einungis ein umsókn um NPA framlag

Innviðaráðherra hefur samþykkt tillögu ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um úthlutun framlaga vegna notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar (NPA) á árinu 2025. Alls voru gerðir 127 slíkir samningar á árinu 2025 og nemur heildarfjárhæð þeirra rúmum 6.429 milljónum króna. Jöfnunarsjóður greiðir 25% af þeim kostnaði og því nema framlög sjóðsins vegna NPA samtals rúmum 1.607 milljónum króna á árinu…Lesa meira

true

Með frelsi í faxins hvin

Næstkomandi laugardag, 6. desember milli kl. 14 og 15, árita þeir Hermann Árnason og Hjalti Jón Sveinsson bók sína, Með frelsi í faxins hvin, í Bónus í Borgarnesi.   „Við erum mjög ánægðir með þær undirtektir sem bókin okkar hefur fengið,“ sagði Hjalti Jón Sveinsson þegar hann var spurður að því hvernig hestamenn hefðu tekið…Lesa meira

true

Spurningar vakna um gjaldtöku að nýju í Hvalfjarðargöngum

Á kynningarfundi Eyjólfs Ármannssonar innviðaráðherra um nýja samgönguáætlun voru einnig Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra og Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra. Á fundinum var kynnt stofnun nýs innviðafélags í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um að auka fjárfestingu í samgöngum. Tilgangur hins nýja félags er að koma á nýju skipulagi fjármögnunar við framkvæmd stórra samgöngumannvirkja og tryggja…Lesa meira