Fréttir

true

Árlegt Jólabingó Kvenfélagsins 19. júní er framundan

Hið sívinsæla jólabingó Kvenfélagsins 19. júní í Borgarfirði fer fram í sal LbhÍ á Hvanneyri fimmtudaginn 20. nóvember klukkan 19:30. Þessi viðburður hefur nú verið haldinn nánast árlega í rúm 50 ár og alltaf notið mikilla vinsælda. Kvenfélagið 19. júní er nú fjölmennasta kvenfélag í Borgarfirði en í því eru um 50 konur á öllum…Lesa meira

true

Breytingar á fjármögnun HVE í farvatninu

Alma D. Möller heilbrigðisráðherra hefur falið Sjúkratryggingum Íslands að ná samningum við Heilbrigðisstofnun Vesturlands um þjónustutengda fjármögnun þeirrar sjúkrahússþjónustu stofnunarinnar sem fram fer á Akranesi. Slík fjármögnun hefur verið við líði við Landsspítalann og Sjúkrahúsið á Akureyri og að því er kemur fram í fréttatilkynningu frá ráðuneyti heilbrigðismála er góð reynsla af þeirri tilhögun. Í…Lesa meira

true

Atvinnuleitendur frá desemberuppbót

Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, hefur undirritað reglugerð um greiðslu desemberuppbótar til atvinnuleitenda. Rétt á fullri desemberuppbót eiga þau sem staðfesta atvinnuleit á tímabilinu 20. nóvember til 3. desember og hafa verið að fullu tryggð innan atvinnuleysistryggingakerfisins í samtals tíu mánuði eða lengur árið 2025. Greiðsla desemberuppbótar til þeirra sem eiga ekki fullan bótarétt innan…Lesa meira

true

Blóði safnað á Akranesi í dag

Blóðbankabíllinn verður við Stillholt 16-18 á Akranesi í dag, þriðjudaginn 18. nóvember kl. 10:00 – 17:00. Allir sem mega gefa blóð eru hvattir til að mæta – blóðgjöf er lífgjöf!Lesa meira

true

Staðgreiðsluskyld laun heldur lægri en landsmeðaltal

Staðgreiðsluskyldar launagreiðslur á Vesturlandi í ágúst voru að meðaltali tæpar 767 þúsund krónur á hvern launþega. Meðaltal staðgreiðisluskyldra launa á landinu öllu voru á sama tíma rúmlega 807 þúsund krónur eða rúmlega 5,2% hærri. Þetta kemur fram í tölum frá Hagstofu Íslands. Á fyrstu átta mánuðum ársins voru staðgreiðsluskyldar launagreiðslur á Vesturlandi rúmar 808 þúsund…Lesa meira

true

Mestum afla landað á Akranesi í október

Akraneshöfn var sú höfn á Vesturlandi þar sem mestum afla var landað í október eða tæpum 1.297 tonnum. Í Grundarfirði var á sama tíma landað rúmum 1,106 tonnum, í Rifi var landað 1.010 tonnum, í Ólafsvík var landað rúmum 485 tonnum, í Stykkishólmi var landað rúmum 63 tonnum og á Arnarstapa var landað 61 tonni.…Lesa meira

true

Engin ný forgangsröðun ljós þrátt fyrir útboð hönnunar Fljótaganga

Mikla athygli vakti á föstudaginn þegar Vegagerðin tilkynnti á vef sínum útboð á for- og verkhönnun Fljótaganga, vegagerðar á Siglufjarðarvegi milli Stafár í Fljótum og tengingu við núverandi Siglufjarðarveg í botni Siglufjarðar. Um er að ræða 24 kílómetra vegagerð og 5,3 kílómetra löng jarðgöng. Í ljósi þess að innviðaráðherra vinnur nú að nýrri Samgönguáætlun og…Lesa meira

true

Borgarnes dagatalið komið út

Þorleifur Geirsson ljósmyndari hefur nú gefið út Borgarnes dagatalið 2026, en þetta er sextándi árgangur. Dagatalið prýða 13 ljósmyndir úr Borgarnesi, úr öllum mánuðum árs. Til að skoða myndirnar á dagatalinu er slóðin: www.hvitatravel.is/dagatal. Dagatalið kostar 3000 krónur og fæst hjá útgefanda og er einnig selt í Olís Borgarnesi. Meðfylgjandi er septembermynd dagatalsins.Lesa meira

true

Engar frekari viðræður í bili um sameiningu á Snæfellsnesi

Kjörnir fulltrúar í sveitarstjórnum Snæfellsbæjar og Grundarfjarðarbæjar eru sammála um að engar viðræður fari fram það sem eftir lifir yfirstandandi kjörtímabils um hugsanlega sameiningu og/eða nánara samstarf sveitarfélaganna. Möguleiki er hins vegar á því að nýjar sveitarstjórnir taki málið upp að afloknum sveitarstjórnarkosningum á næsta ári og þá yrði byrjað á því að kanna áhuga…Lesa meira

true

Veitur boða til íbúafundar á Akranesi

Næstkomandi miðvikudag halda Veitur íbúafund á Akranesi. Fyrirtækið vill eiga samtal við bæjarbúa um þjónustu fyrirtækisins í sveitarfélaginu. Fundurinn verður í Frístundamiðstöðinni við Garðavöll miðvikudaginn 19. nóvember kl. 19.30-21.30. Fram kemur í tilkynningu að Haraldur Benediktsson bæjarstjóri mun opna fundinn og Sólrún Kristjánsdóttir framkvæmdastýra Veitna fer yfir starfsemi fyrirtækisins í bænum. Sólrún mun meðal annars…Lesa meira