Fréttir

Atvinnuleitendur frá desemberuppbót

Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, hefur undirritað reglugerð um greiðslu desemberuppbótar til atvinnuleitenda. Rétt á fullri desemberuppbót eiga þau sem staðfesta atvinnuleit á tímabilinu 20. nóvember til 3. desember og hafa verið að fullu tryggð innan atvinnuleysistryggingakerfisins í samtals tíu mánuði eða lengur árið 2025. Greiðsla desemberuppbótar til þeirra sem eiga ekki fullan bótarétt innan atvinnuleysistryggingakerfisins reiknast í hlutfalli við rétt þeirra til atvinnuleysisbóta á árinu 2025 og fjölda mánaða sem viðkomandi hefur fengið greiddar atvinnuleysisbætur. Vinnumálastofnun mun greiða desemberuppbót til atvinnuleitenda eigi síðar en 15. desember næstkomandi.