
Borgarnes dagatalið komið út
Þorleifur Geirsson ljósmyndari hefur nú gefið út Borgarnes dagatalið 2026, en þetta er sextándi árgangur. Dagatalið prýða 13 ljósmyndir úr Borgarnesi, úr öllum mánuðum árs. Til að skoða myndirnar á dagatalinu er slóðin: www.hvitatravel.is/dagatal. Dagatalið kostar 3000 krónur og fæst hjá útgefanda og er einnig selt í Olís Borgarnesi. Meðfylgjandi er septembermynd dagatalsins.