
Breytingar á fjármögnun HVE í farvatninu
Alma D. Möller heilbrigðisráðherra hefur falið Sjúkratryggingum Íslands að ná samningum við Heilbrigðisstofnun Vesturlands um þjónustutengda fjármögnun þeirrar sjúkrahússþjónustu stofnunarinnar sem fram fer á Akranesi. Slík fjármögnun hefur verið við líði við Landsspítalann og Sjúkrahúsið á Akureyri og að því er kemur fram í fréttatilkynningu frá ráðuneyti heilbrigðismála er góð reynsla af þeirri tilhögun.