
Þorleifur Geirsson ljósmyndari hefur nú gefið út Borgarnes dagatalið 2026, en þetta er sextándi árgangur. Dagatalið prýða 13 ljósmyndir úr Borgarnesi, úr öllum mánuðum árs. Til að skoða myndirnar á dagatalinu er slóðin: www.hvitatravel.is/dagatal. Dagatalið kostar 3000 krónur og fæst hjá útgefanda og er einnig selt í Olís Borgarnesi. Meðfylgjandi er septembermynd dagatalsins.Lesa meira








