
Erlendir ríkisborgarar sem skráðir eru með búsetu á Íslandi voru 83.766 þann 1. nóvember. Hafði þeim þá fjölgað um 4% frá 1. desember 2024. Flestir erlendra ríkisborgara eru Pólverjar sem voru 26.600 um síðustu mánaðamót. Næstir koma Litháar 6.278, þá Rúmenar 5.446, 5203 eru frá Úkraínu, Lettar 3.430, Spánverjar 2.458, Portúgalir 2.195 og Þjóðverjar 2.113.…Lesa meira








