Íþróttir
Kolbeinn Tumi og Tomasz Luba nýráðinn þjálfari Víkings handsala samstarfið. Ljósm: Víkingur Ólafsvík

Kolbeinn Tumi orðinn Víkingur

Lið Víkings í Ólafsvík í knattspyrnu fékk liðsauka í gær þegar Kolbeinn Tumi Sveinsson skrifaði undir samning um að spila með liðinu næsta sumar. Þessi tvítugi framherji er Skagamaður en hélt á slóðir forfeðra sinna í vor og lék með Tindastóli. Með þeim skoraði hann 16 mörk í 21 leik.