Fréttir

true

Sýndu í fyrsta skipti nýtt fjölnota íþróttahús – myndasyrpa

Síðdegis í gær bauðst íbúum í Borgarbyggð og öðrum gestum að skoða framkvæmdir við byggingu nýs fjölnota íþróttahúss við Skallagrímsvöll í Borgarnesi. Húsið er nú fokhelt og eru framkvæmdir á vegum Ístaks á undan áætlun. Sem fyrr er gert ráð fyrir að taka húsið í notkun í ágúst á næsta ári. Á viðburðinum hélt Guðveig…Lesa meira

true

Lilja gefur út sína fjórðu bók

Ný skáldsaga, Feluleikir, eftir Lilju Magnúsdóttur frá Hraunsnefi er komin út. Þetta er saga um fólk sem lendir óvæntum aðstæðum sem það hefur enga stjórn á. Sagan gerist í Fljótshverfi á Síðu, í Öræfasveit, í Reykjavík og á heiðum Austurlands þar sem verið er að byggja virkjun. Aðalpersónan Arna er snillingur í að segja sögur…Lesa meira

true

Samþykkt að ganga til samninga við Festir um Brákarey

Á fundi byggðarráðs Borgarbyggðar í gær var lögð fram viljayfirlýsing milli Festis og Borgarbyggðar varðandi skipulag og uppbyggingu í Brákarey. „Framlögð fullunnin drög að viljayfirlýsingu milli Festis og Borgarbyggðar varðandi skipulag og uppbyggingu í Brákarey sbr. afgreiðslu fundar byggðarráðs nr. 725.“ Byggðarráð samþykkti samhljóða viljayfirlýsinguna og fól sveitarstjóra að undirrita með fyrirvara um fullnaðarafgreiðslu í…Lesa meira

true

Krónan keyrir með matvörur í Dalina

Íbúar í Búðardal og nágrenni geta nú fengið matarpantanir sendar heim að dyrum í gegnum Snjallverslun Krónunnar. Fólk getur pantað í verslun Krónunnar á Akranesi og verður fyrst um sinn ekið með vörur vikulega í Búðardal, með viðkomu á Bifröst og á sveitabæjum á leiðinni. Fyrstu sendingar bárust íbúum síðastliðinn miðvikudag. Þá fóru tveir fullir…Lesa meira

true

Ráðherra heimsótti Fjölbrautaskóla Snæfellinga

Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, heimsótti Fjölbrautaskóla Snæfellinga í gær. Heimsóknin var í tengslum við boðað samráð um fyrirhugaðar breytingar á skipulagi opinberra framhaldsskóla. „Markmið breytinganna er að efla framhaldsskólastigið, styrkja starfsemi skólanna og bæta þjónustu við nemendur um land allt,“ segir í tilkynningu frá ráðuneytinu. Í heimsókninni ræddi Guðmundur Ingi við kennara, starfsfólk…Lesa meira

true

Trommað kröftuglega gegn einelti á Akranesi

Á morgun er alþjóðlegur baráttudagur gegn einelti. Af því tilefni komu allir nemendur Brekkubæjarskóla og Grundaskóla á Akranesi saman í morgun við Stillholt. Þar trommuðu krakkarnir í alls sjö mínútur, sem er táknrænt fyrir hvern dag vikunnar sem við viljum hafa eineltislausan. Nemendur mynduðu hring og inn í honum var trommusveit sem sló taktinn. Krakkarnir…Lesa meira

true

Valur hafði sigur á ÍA í jöfnum leik

Sjötta umferð Bónus deildar karla í körfuknattleik hófst í gærkvöldi með leik ÍA og Vals í vígsluleik AvAir hallarinnar við Jaðarsbakka. Fyrir leikinn voru liðin á svipuðum slóðum í neðri hluta deildarinnar. Spennustigið var hátt og má segja að svo hafi verið allan leikinn. Í stuttu máli sagt höfðu Valsmenn frumkvæðið allan leikinn. Skagamenn höfðu…Lesa meira

true

Vonir um að samdráttur vari ekki lengur en í ár

Stjórnendur Norðuráls á Grundartanga vonast til þess að framleiðsla fyrirtækisins geti verið komin í full afköst eftir 11-12 mánuði. Í samtali við Skesshorn í morgun sagði Sólveig Bergmann framkvæmdastjóri samskipta og samfélagsmála Norðuráls það niðurstöðu eftir viðræður að undanförnu við birgja að varahlutum. Jafnframt væri unnið hörðum höndum að finna færa leið til þess að…Lesa meira

true

Kapella Brákarhlíðar fékk listaverk að gjöf

Fyrir nokkru barst nýuppgerðri kapellu Brákarhlíðar í Borgarnesi höfðingleg gjöf. Það er listaverkið Handan móðunnar miklu, eftir Sigrúnu Jónsdóttur listakonu frá Vík í Mýrdal. Gefandi er frú Hugrún Valný Guðjónsdóttir fv. prestsfrú í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd og börn hennar og séra Jóns Eyjólfs Einarssonar. Sveitungar Jóns og Hugrúnar, prests- og prófastshjóna, gáfu þeim verkið á…Lesa meira

true

Ævintýraheimur íslenskra fugla

Bókaútgáfan Hólar hefur gefið út barnabókina; Ævintýraheimur íslenskra fugla 1. Bókin er skrifuð af Sigurði Ægissyni og ætluð aldurshópnum 1–12 ára. Bókin er hugsuð þannig, að pabbi, mamma, afi eða amma eða þá eldri systkini lesi úr henni fyrir þau allra yngstu á kvöldin og e.t.v. spjalli um innihaldið, en önnur, sem komin eru í…Lesa meira