Fréttir

true

Stærsta uppbyggingarverkefnið á Akranesi

Á fundi skipulags- og umhverfisráðs Akraneskaupstaðar síðastliðinn mánudag var til umræðu umsókn Smiðjuvalla ehf. til skipulagsfulltrúa sem fólst í breytingu á deiliskipulagi Smiðjuvalla 12-22. Fyrirtækið er eigandi svæðisins sem alls er ríflega tveir hektarar að stærð. Skessuhorn hefur áður fjallað ítarlega um verkefnið en það hefur verið nokkur ár í undirbúningi. Nú var sótt um…Lesa meira

true

Sigur og tap hjá körlunum í 1. deild körfunnar

Þriðja umferð 1. deildar karla í körfuknattleik fór fram á föstudagskvöldið. Lið Skallagríms fékk lið Fjölnis í heimsókn. Það verður vart sagt annað en að leikurinn hafi verið kaflaskiptur. Liðin skiptu leikhlutunum bróðurlega á milli sín, það er að segja hvort lið vann tvö leikhluta. Það voru hins vegar Fjölnismenn sem hirtu stigin tvö í…Lesa meira

true

Gott gengi sundfólks úr SA

Sundfólk úr ÍA voru meðal keppenda á World Cup sem fram fór í Toronto um helgina. Einar Margeir Ágústsson náði EM-lágmörkum í öllum sínum greinum og bætti jafnframt tvö Akranesmet. Guðbjörg Bjartey Guðmundsdóttir átti einnig glæsilegt mót en hún tók þátt á World Cup í fyrsta sinn. Guðbjörg náði NM-lágmarki í 50m skriðsundi á tímanum…Lesa meira

true

Tækfærin liggja víða

-spjallað við nýja eigendur Steðja ehf. á Akranesi Það er gamall og góður frasi að þegar einar dyr lokast opnast aðrar. Mörgum þótti að vonum margar dyr lokast þegar tæknifyrirtækið Skaginn3X ehf. var lýst gjaldþrota í júlí 2024. Fjölmargir starfsmenn fyrirtækisins misstu atvinnuna og þurftu að endurskipuleggja sín mál. Ekki síst átti það við um…Lesa meira

true

Viðvörun gefin út vegna ofankomu á suðvesturhorni landsins

Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun vegna snjókomu og hvassviðris á suðvesturhorni landsins. Viðvörunin tekur gildi klukkan 18 annað kvöld, þriðjudaginn 28. október, og gildir til hádegis á miðvikudaginn. Fyrir spásvæðin Faxaflóa og höfuðborgarsvæðið segir að líkur séu á snjókomu eða slyddu, staðbundið talsverð eða mikil úrkoma með lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Þegar líður…Lesa meira

true

Árleg ljósaganga Vonar í Grundarfirði

Krabbameinsdeildin Von fór í sína árlegu ljósagöngu fimmtudaginn  23. október síðastliðinn. Þá var gengið frá höfninni og endað hjá styttunni Sýn við Grundarfjarðarkirkju. Eftir göngu var boðið uppá hressingu í safnaðarheimilinu þar sem gestir áttu notalega stund saman.Lesa meira

true

Framlengja samstarf um rekstur Norðurár

Veiðifélag Norðurár í Borgarfirði hefur framlengt samstarfssamning við Gísla Val Alfreðsson um um rekstur árinnar. Samningur þar að lútandi var borinn upp fyrir félagsfund í gær og samþykktur einróma. Gildir hann til ársins 2031. „Samstarf okkar hófst árið 2022 og hefur verið afar gott og farsælt. Hlökkum til næstu ára á bökkum Norðurár,“ segir Guðrún…Lesa meira

true

Tilhögun sameiningarkosninga ákveðin

Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti með fyrirvara á fundi sínum á fimmtudaginn tillögu sameiginlegrar kjörstjórnar Dalabyggðar og Húnaþings vestra um tilhögun utankjörfundaratkvæðagreiðslu íbúa um tillögu til sameiningar sveitarfélaganna. Samkvæmt tillögunni verður utankjörfundaratkvæðagreiðsla dagana 28. nóvember til og með 12. desember. Atkvæðagreiðslan verður framkvæmd eins og um póstkosningu sé að ræða. Kjósendur sem mæta á kjörstað setji atkvæði…Lesa meira

true

Hvítir jörð og frost þegar líður á vikuna

Í kvöld og á morgun má fastlega gera ráð fyrir snjókomu á suðvesturhorni landsins. Veðurfræðingar taka þó fram að nokkurrar óvissu gæti enn um hvernig lægðin muni haga sér. Fastlega megi þó gera ráð fyrir því að um miðnætti í kvöld og allan morgundaginn verði norðaustan átt, hvöss um tíma annaðkvöld, og að lægðinni fylgi…Lesa meira

true

Undirbúa jöfnun atkvæðavægis í landinu

Þorbjörg S Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hefur sett á fót starfshóp sem falið er að undirbúa frumvarp til breytinga á kosningalögum til að auka jafnræði í atkvæðavægi og þingsætadreifingu. Sú vinna er í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar þar sem kveðið er á um að ráðast eigi í slíkar breytingar. Ráðherra segir að með skipan starfshópsins sé stigið…Lesa meira