Fréttir

Sigur og tap hjá körlunum í 1. deild körfunnar

Þriðja umferð 1. deildar karla í körfuknattleik fór fram á föstudagskvöldið. Lið Skallagríms fékk lið Fjölnis í heimsókn. Það verður vart sagt annað en að leikurinn hafi verið kaflaskiptur. Liðin skiptu leikhlutunum bróðurlega á milli sín, það er að segja hvort lið vann tvö leikhluta. Það voru hins vegar Fjölnismenn sem hirtu stigin tvö í leikslok. Þeir skoruðu 102 stig gegn 89 stigum heimamanna. Atkvæðamestir Skallagrímsmanna voru Jermaine Vereen með 24 stig, 13 fráköst og 5 stolna bolta, Matt Treacy skoraði 22 stig og tók 5 fráköst, Milorad Sedlarevic með 17 stig og 7 stoðsendingar, Jose Medina Aldana með 15 stig og 10 stoðsendingar, Sævar Alexander Pálmason með 6 stig og 5 fráköst, Jón Árni Gylfason með 3 stig og Kristján Sigurbjörn Sveinsson með 2 stig.