Fréttir
Teikning sem áður hefur birst af skipulagi Smiðjuvalla 12-22.

Stærsta uppbyggingarverkefnið á Akranesi

Á fundi skipulags- og umhverfisráðs Akraneskaupstaðar síðastliðinn mánudag var til umræðu umsókn Smiðjuvalla ehf. til skipulagsfulltrúa sem fólst í breytingu á deiliskipulagi Smiðjuvalla 12-22. Fyrirtækið er eigandi svæðisins sem alls er ríflega tveir hektarar að stærð. Skessuhorn hefur áður fjallað ítarlega um verkefnið en það hefur verið nokkur ár í undirbúningi. Nú var sótt um að breyta deiliskipulagi fyrir svæðið. Í breytingunni felst að fjölga íbúðum um tvær, úr 266 og í 268, auk smávægilegra breytinga sem felast í svalagöngum og sérafnotareiti á jarðhæð. Skipulags- og umhverfisráð tók jákvætt í þessar breytingar og lagði til við bæjarstjórn að hún myndi samþykkja þær.