
Vetrarríki.
Viðvörun gefin út vegna ofankomu á suðvesturhorni landsins
Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun vegna snjókomu og hvassviðris á suðvesturhorni landsins. Viðvörunin tekur gildi klukkan 18 annað kvöld, þriðjudaginn 28. október, og gildir til hádegis á miðvikudaginn. Fyrir spásvæðin Faxaflóa og höfuðborgarsvæðið segir að líkur séu á snjókomu eða slyddu, staðbundið talsverð eða mikil úrkoma með lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Þegar líður á vikuna mun fros herða en kaldast verður á fimmtudaginn.