Fréttir

true

Grundartangahöfn næst mesta inn- og útflutningshöfnin

Flutningar um hafnir á Íslandi nánu 7,5 milljónum tonna árið 2024 sem er 3% meira en árið 2023. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Hagstofu Íslands. Reykjavíkurhöfn var sú höfn þar sem mestir flutningar fóru um eða 1.674.512 tonn. Þar á eftir kemur Grundartangahöfn þar sem 1.328.096 tonn fóru um. Er það ríflega 2,5%…Lesa meira

true

Erna Björt framlengir við ÍA

Knattspyrnufélag ÍA hefur framlengt samning við Ernu Björt Elíasdóttur knattspyrnukonu til næstu tveggja ára. „Það er með mikilli gleði sem félagið tilkynnir það að Erna Björt, eða Ebba, (f. 2002) hafi framlengt samning sinn til næstu tveggja tímabila eða út árið 2027. Ebba hefur á undanförnum árum stimplað sig inn sem lykilleikmaður í meistaraflokksliði kvenna…Lesa meira

true

Þjóðahátíð Vesturlands framundan á Akranesi

Fagna menningarlegri fjölbreytni Félag nýrra Íslendinga mun halda Þjóðahátíð Vesturlands (Festival of Nations West Iceland) sunnudaginn 26. október frá klukkan 14:00 til 17:00 í Íþróttahúsinu við Vesturgötu á Akranesi. „Þessi hátíð fagnar fjölbreytileika menningar á Íslandi og býður upp á líflega dagskrá með fjölhæfum listamönnum sem koma frá ýmsum löndum. Meðal annars má nefna tónlistarflutning,…Lesa meira

true

Hlutu viðurkenningar á lokahófi 2. flokks KFÍA

Nýverið fór fram lokahóf 2. flokks karla og kvenna hjá Knattspyrnufélagi ÍA. Veittar voru viðurkenningar fyrir framúrskarandi árangur, efnilegustu leikmenn og fyrirmyndarleikmenn flokkanna. Á sama tíma var úrskrifaðir elstu leikmenn flokkanna sem ganga nú upp úr 2. flokki og hafa því lokið sínum yngri flokka ferli. Fyrirmyndarleikmenn 2. flokks Í ár var það Benedikt Ísar…Lesa meira

true

Viðgerð á hitaveitu á morgun

Vegna viðgerða verður lágur þrýstingur og mögulega heitavatnslaust í hluta Hvalfjarðarsveitar á morgun, fimmtudaginn 9. október, kl. 07:00 – 18:00. Fram kemur í tilkynningu að fólki er bent á að hafa skrúfað fyrir alla heitavatnskrana til að draga úr hættu á slysi eða tjóni þegar vatnið kemst á að nýju. Húseigendum er bent á að…Lesa meira

true

Brælan nýtt til að skipta um poka

Skipsverjar á dragnótarbátnum Agli SH frá Ólafsvík notuðu bræluna í dag til þess að skipta um poka á dragnótinni svo allt verði klárt og fínt þegar næst gefur á sjó. Aflinn í dragnótina hefur oft verið betri en síðustu dagana og nokkrir bátar hafa siglt norður í land á fengsælli mið. En kannski gefur þessi…Lesa meira

true

Unnar tilnefndur til Íslensku menntaverðlaunanna

Íslensku menntaverðlaunin verða veitt við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í byrjun nóvember. Þar er verðlaunað fyrir framúrskarandi skólastarf eða aðrar umbætur í menntamálum. Sem fyrr verða verðlaun veitt í fjórum flokkum; fyrir framúrskarandi skólastarf eða menntaumbætur, framúrskarandi kennslu, þróunarverkefni og iðn- eða verkmenntun. Búið er birta lista um þá sem eru tilnefndir. Ein tilnefning er…Lesa meira

true

Sprækir Skagamenn fagna tímamótum

Um þessar mundir er eitt ár síðan verkefnið Sprækir Skagamenn 60+ hóf göngu sína. Raunar er orðið ganga í þessu sambandi rangnefni um þetta hreystiverkefni sem fangað hefur hug fólks á virðulegum aldri að undanförnu. Verkefnið er afrakstur samstarfs Íþróttabandalags Akraness og Akraneskaupstaðar og er ætlað fólki 60 ára og eldra. Þrisvar í viku kemur…Lesa meira

true

Stórstreymt og vestan áhlaðandi í kvöld

Landhelgisgæslan vekur á því athygli að í dag, miðvikudag, er gert ráð fyrir suðvestan- og síðan vestan hvassviðri. Samhliða gera spár ráð fyrir talsvert mikilli ölduhæð úti fyrir sunnan- og vestanverðu landinu. Má því gera ráð fyrir talsverðum ölduáhlaðanda við ströndina suðvestanlands og inn á Faxaflóa, til dæmis á Akranesi. Sjór getur því mögulega gengið…Lesa meira

true

Undirbúningur magnesíumvinnslu á Grundartanga gengur vel

Á síðasta ári kynntu forráðamenn Njarðar Holding ehf. hugmyndir að stofnun verksmiðju til að vinna magnesíummálm úr sjó á Grundartanga. Í samtali við Skessuhorn segir Stefán Ás Ingvarssonar, forstjóri Njarðar, undirbúninginn ganga vel. Stefán Ás hefur á undanförnum árum þróað aðferð til að vinna málminn úr sjó á vistvænan og nær kolefnislausan hátt. Stefán, sem…Lesa meira