Fréttir
: Vinnuteikning af útlínum verksmiðjunnar og fyrirhugaðir staðsetningu hennar sunnan við önnur fyrirtæki á Grundartanga.

Undirbúningur magnesíumvinnslu á Grundartanga gengur vel

Á síðasta ári kynntu forráðamenn Njarðar Holding ehf. hugmyndir að stofnun verksmiðju til að vinna magnesíummálm úr sjó á Grundartanga. Í samtali við Skessuhorn segir Stefán Ás Ingvarssonar, forstjóri Njarðar, undirbúninginn ganga vel. Stefán Ás hefur á undanförnum árum þróað aðferð til að vinna málminn úr sjó á vistvænan og nær kolefnislausan hátt. Stefán, sem er rafmagnsverkfræðingur með rannsóknaraðstöðu við Stanford háskóla í Kaliforníu, segir að magnesíum sé léttasti málmur sem nú er í framleiðslu. Hann sé t.d. 36% léttari en ál og 78% léttari en stál. Hann stendur auk þess framar í styrk- og massahlutfalli og framar áli í tæringarþoli. Málmurinn verði því að öllum líkindum lykilmálmur í framtíð léttra og hreyfanlegra tækja. Má þar m.a. nefna bíla,- varnarmála- og rafeindaiðnað. Nefnir hann sem dæmi að bíll með 400 kílómetra drægni myndi komast 540 kílómetra ef hann væri framleiddur úr magnesíum í stað áls.

Undirbúningur magnesíumvinnslu á Grundartanga gengur vel - Skessuhorn