Fréttir

true

Hvasst við fjöll síðdegis

Vegagerðin bendir á að hvöss vestanátt verður eftir hádegi í dag, einkum eftir klukkan 15. Hviður að 35 m/s undir Eyjafjöllum og í Öræfum, og snarpar vindhviður víða að 30 m/s, t.d. þvert á veg á Bröttubrekku, Holtavörðuheiði og jafnvel í Eyjafirði. Einnig blint í éljum á Öxnadalsheiði í kvöld, og mögulega einnig á Holtavörðuheiði…Lesa meira

true

Barnó byrjað í Dölunum

Sunnudaginn 5. október hófst barnamenningarhátíðin BARNÓ með stæl þegar enginn annar en Ævar Þór Benediktsson, rithöfundur, leikskáld og Borgfirðingur af guðs náð, hóf leikinn með námskeiði í skapandi skrifum fyrir börn í Dalabyggð. Ævar, sem flest börn þekkja bæði af bókum og af skjánum, hefur skrifað fjölda barnabóka, leikverk fyrir svið og útvarp, stuttar sögur…Lesa meira

true

Akraneskaupstað bar að afhenda lista yfir umsækjendur

Úrskurðarnefnd um upplýsingamál kvað á föstudaginn upp þann úrskurð að Akraneskaupstað hafi átt að afhenda blaðamanni Skessuhorns lista yfir umsækjendur um starf upplýsingafulltrúa þegar hann sóttist eftir þeim upplýsingum. Stjórnendur Akraneskaupstaðar gáfu umsækjendum þvert á móti kost á því að draga umsóknir sínar til baka áður en nöfn umsækjenda voru afhent blaðamanni. Forsaga málsins er…Lesa meira

true

Stýrivextir verða óbreyttir

Seðlabankinn hefur ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum í 7,5%. Greint er frá ákvörðun þar að lútandi í yfirlýsingu frá stofnuninni í morgun. Þar segir: „Verðbólga var 4,1% í september og jókst um 0,3 prósentustig frá mánuðinum á undan. Aukningin var fyrirsjáanleg og endurspeglar að töluverðu leyti óhagstæð grunnáhrif. Greinilegur viðsnúningur hefur orðið í þróun efnahagsumsvifa…Lesa meira

true

Bækur ársins hjá MTH-útgáfu á Akranesi

Bókaforlagið MTH á Akranesi gefur út átta bækur á þessu ári; fjórar eru frumútgáfur á þýddum glæpasögum og fjórar bækur sem komu út undir merkjum Uppheima eru endurútgefnar sem hljóðbækur. Nýr höfundur hjá MTH-útgáfu er Katarina Wennstam. Bókin Dánar konur fyrirgefa ekki er fyrsta bókin í nýjum bókaflokki sem kallast „Aldamótamorðin“. Sögusviðið er Stokkhólmur á…Lesa meira

true

Barnó! – ný barnamenningarhátíð um allt Vesturland

Í ár fer barnamenningarhátíðin Barnó! fram í fyrsta sinn um allt Vesturland, en hingað til hefur hátíðin verið haldin til skiptis í þremur sveitarfélögum innan landshlutans. Breytingin markar ákveðin tímamót og endurspeglar vaxandi áhuga á listum og menningarstarfi fyrir börn á Vesturlandi. Heiti hátíðarinnar, Barnó! – Best Mest Vest!, varð til eftir samkeppni meðal vestlenskra…Lesa meira

true

Varað við veðri eftir hádegi á morgun

Gul viðvörun hefur verið gefin út fyrir spásvæðið Faxaflóa á morgun, miðvikudaginn 8. október, frá klukkan 13 til 21. Það verður vestan 13-20 m/s, hvassast syðst með staðbundnar vindhviður að 30 m/s. „Varasöm akstursskilyrði fyrir ökutæki, sem viðkvæm eru fyrir vindi. Spáð er hárri ölduhæð og talsverðum áhlaðanda, en þar sem einnig er stórstreymt getur…Lesa meira

true

Vitar á Miðleiðarskeri og Skarfakletti endurnýjaðir

Á dögunum voru reistir nýir vitar á Miðleiðarskerfi og Skarfakletti á Breiðafirði. Eldri vitar á þessum stöðum, sem reistir voru árin 1955 og 1958 voru byggðir úr timbri og stáli og voru farnir að láta nokkuð á sjá. Upphaflega var gasljós í vitunum en árið 1985 voru þeir rafvæddir. Á síðasta ári gaf ljósið í…Lesa meira

true

Talsvert missig í Skógarlundi á Akranesi

Talsvert missig hefur átt sér stað í hinni nýju íbúðagötu Skógarlundi á Akranesi sem lögð var fyrir nokkru síðan. Um er að ræða nokkuð langan kafla götunnar og er nú svo komið að viðgerðarmerki hafa verið máluð á götuna og svo mikið hefur sigið verið að frárennslisbrunnar í götunni standa upp úr slitlagi götunnar. Lárus…Lesa meira

true

Búið að stofna Fluguhnýtingarfélag Vesturlands

Stofnfundur Fluguhnýtingarfélags Vesturlands var haldinn á laugardaginn á Akranesi. Eftir stofnfund og kosningar var sest niður og hnýttar flugur og notið samveru. „Það eru ýmiskonar verkefni og viðburðir í pípunum og líka í samvinnu við önnur félög. Við í nýkjörinni stjórn félagsins munum vinna að því að það verði nóg af allskonar skemmtilegu í boði…Lesa meira