
Hvasst við fjöll síðdegis
Vegagerðin bendir á að hvöss vestanátt verður eftir hádegi í dag, einkum eftir klukkan 15. Hviður að 35 m/s undir Eyjafjöllum og í Öræfum, og snarpar vindhviður víða að 30 m/s, t.d. þvert á veg á Bröttubrekku, Holtavörðuheiði og jafnvel í Eyjafirði. Einnig blint í éljum á Öxnadalsheiði í kvöld, og mögulega einnig á Holtavörðuheiði og Vatnsskarði. Lægir í nótt, en ekki fyrr en nærri hádegi á morgun í Öræfum.