
Akraneskaupstað bar að afhenda lista yfir umsækjendur
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál kvað á föstudaginn upp þann úrskurð að Akraneskaupstað hafi átt að afhenda blaðamanni Skessuhorns lista yfir umsækjendur um starf upplýsingafulltrúa þegar hann sóttist eftir þeim upplýsingum. Stjórnendur Akraneskaupstaðar gáfu umsækjendum þvert á móti kost á því að draga umsóknir sínar til baka áður en nöfn umsækjenda voru afhent blaðamanni.