Fréttir
Sigursteinn Sigurðsson menningarfulltrúi SSV ásamt Loga Einarssyni ráðherra menningarmála – og fulltrúum Púkans, barnamenningarhátíðar Vestfjarða og Bras, barnamenningarhátíðar Austurlands. Myndin er tekin við úthlutun úr Barnamenningarsjóði Íslands, en Dagur Sigurður 9 ára frá Borgarnesi veitti styrknum viðtöku.

Barnó! – ný barnamenningarhátíð um allt Vesturland

Í ár fer barnamenningarhátíðin Barnó! fram í fyrsta sinn um allt Vesturland, en hingað til hefur hátíðin verið haldin til skiptis í þremur sveitarfélögum innan landshlutans. Breytingin markar ákveðin tímamót og endurspeglar vaxandi áhuga á listum og menningarstarfi fyrir börn á Vesturlandi.