Íþróttir
Þau hlutu viðurkenningar. Á myndina vantar Ylfu Laxdal Unnarsdóttur og Thelmu Björg Rafnsdóttur. Ljósm. KFÍA

Hlutu viðurkenningar á lokahófi 2. flokks KFÍA

Nýverið fór fram lokahóf 2. flokks karla og kvenna hjá Knattspyrnufélagi ÍA. Veittar voru viðurkenningar fyrir framúrskarandi árangur, efnilegustu leikmenn og fyrirmyndarleikmenn flokkanna. Á sama tíma var úrskrifaðir elstu leikmenn flokkanna sem ganga nú upp úr 2. flokki og hafa því lokið sínum yngri flokka ferli.