
Viðgerð á hitaveitu á morgun
Vegna viðgerða verður lágur þrýstingur og mögulega heitavatnslaust í hluta Hvalfjarðarsveitar á morgun, fimmtudaginn 9. október, kl. 07:00 - 18:00. Fram kemur í tilkynningu að fólki er bent á að hafa skrúfað fyrir alla heitavatnskrana til að draga úr hættu á slysi eða tjóni þegar vatnið kemst á að nýju. Húseigendum er bent á að huga að innanhússkerfum, til dæmis gólfhitakerfum.