Fréttir

true

Brælan nýtt til að skipta um poka

Skipsverjar á dragnótarbátnum Agli SH frá Ólafsvík notuðu bræluna í dag til þess að skipta um poka á dragnótinni svo allt verði klárt og fínt þegar næst gefur á sjó. Aflinn í dragnótina hefur oft verið betri en síðustu dagana og nokkrir bátar hafa siglt norður í land á fengsælli mið. En kannski gefur þessi…Lesa meira

true

Unnar tilnefndur til Íslensku menntaverðlaunanna

Íslensku menntaverðlaunin verða veitt við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í byrjun nóvember. Þar er verðlaunað fyrir framúrskarandi skólastarf eða aðrar umbætur í menntamálum. Sem fyrr verða verðlaun veitt í fjórum flokkum; fyrir framúrskarandi skólastarf eða menntaumbætur, framúrskarandi kennslu, þróunarverkefni og iðn- eða verkmenntun. Búið er birta lista um þá sem eru tilnefndir. Ein tilnefning er…Lesa meira

true

Sprækir Skagamenn fagna tímamótum

Um þessar mundir er eitt ár síðan verkefnið Sprækir Skagamenn 60+ hóf göngu sína. Raunar er orðið ganga í þessu sambandi rangnefni um þetta hreystiverkefni sem fangað hefur hug fólks á virðulegum aldri að undanförnu. Verkefnið er afrakstur samstarfs Íþróttabandalags Akraness og Akraneskaupstaðar og er ætlað fólki 60 ára og eldra. Þrisvar í viku kemur…Lesa meira

true

Stórstreymt og vestan áhlaðandi í kvöld

Landhelgisgæslan vekur á því athygli að í dag, miðvikudag, er gert ráð fyrir suðvestan- og síðan vestan hvassviðri. Samhliða gera spár ráð fyrir talsvert mikilli ölduhæð úti fyrir sunnan- og vestanverðu landinu. Má því gera ráð fyrir talsverðum ölduáhlaðanda við ströndina suðvestanlands og inn á Faxaflóa, til dæmis á Akranesi. Sjór getur því mögulega gengið…Lesa meira

true

Undirbúningur magnesíumvinnslu á Grundartanga gengur vel

Á síðasta ári kynntu forráðamenn Njarðar Holding ehf. hugmyndir að stofnun verksmiðju til að vinna magnesíummálm úr sjó á Grundartanga. Í samtali við Skessuhorn segir Stefán Ás Ingvarssonar, forstjóri Njarðar, undirbúninginn ganga vel. Stefán Ás hefur á undanförnum árum þróað aðferð til að vinna málminn úr sjó á vistvænan og nær kolefnislausan hátt. Stefán, sem…Lesa meira

true

Hvasst við fjöll síðdegis

Vegagerðin bendir á að hvöss vestanátt verður eftir hádegi í dag, einkum eftir klukkan 15. Hviður að 35 m/s undir Eyjafjöllum og í Öræfum, og snarpar vindhviður víða að 30 m/s, t.d. þvert á veg á Bröttubrekku, Holtavörðuheiði og jafnvel í Eyjafirði. Einnig blint í éljum á Öxnadalsheiði í kvöld, og mögulega einnig á Holtavörðuheiði…Lesa meira

true

Barnó byrjað í Dölunum

Sunnudaginn 5. október hófst barnamenningarhátíðin BARNÓ með stæl þegar enginn annar en Ævar Þór Benediktsson, rithöfundur, leikskáld og Borgfirðingur af guðs náð, hóf leikinn með námskeiði í skapandi skrifum fyrir börn í Dalabyggð. Ævar, sem flest börn þekkja bæði af bókum og af skjánum, hefur skrifað fjölda barnabóka, leikverk fyrir svið og útvarp, stuttar sögur…Lesa meira

true

Akraneskaupstað bar að afhenda lista yfir umsækjendur

Úrskurðarnefnd um upplýsingamál kvað á föstudaginn upp þann úrskurð að Akraneskaupstað hafi átt að afhenda blaðamanni Skessuhorns lista yfir umsækjendur um starf upplýsingafulltrúa þegar hann sóttist eftir þeim upplýsingum. Stjórnendur Akraneskaupstaðar gáfu umsækjendum þvert á móti kost á því að draga umsóknir sínar til baka áður en nöfn umsækjenda voru afhent blaðamanni. Forsaga málsins er…Lesa meira

true

Stýrivextir verða óbreyttir

Seðlabankinn hefur ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum í 7,5%. Greint er frá ákvörðun þar að lútandi í yfirlýsingu frá stofnuninni í morgun. Þar segir: „Verðbólga var 4,1% í september og jókst um 0,3 prósentustig frá mánuðinum á undan. Aukningin var fyrirsjáanleg og endurspeglar að töluverðu leyti óhagstæð grunnáhrif. Greinilegur viðsnúningur hefur orðið í þróun efnahagsumsvifa…Lesa meira

true

Bækur ársins hjá MTH-útgáfu á Akranesi

Bókaforlagið MTH á Akranesi gefur út átta bækur á þessu ári; fjórar eru frumútgáfur á þýddum glæpasögum og fjórar bækur sem komu út undir merkjum Uppheima eru endurútgefnar sem hljóðbækur. Nýr höfundur hjá MTH-útgáfu er Katarina Wennstam. Bókin Dánar konur fyrirgefa ekki er fyrsta bókin í nýjum bókaflokki sem kallast „Aldamótamorðin“. Sögusviðið er Stokkhólmur á…Lesa meira