
Með fallegri stöðum í náttúru Vesturlands er Gerðuberg í Eyjahreppi á Snæfellsnesi og bæjarstæðið á Ytri Rauðamel, sem er skammt norðan við Gerðuberg. Kirkja og íbúðarhús kúra þar undir háum hraunjaðri og reisulegur hlaðinn kirkjugarðsveggur gefur staðnum fallegt yfirbragð. Gerðuberg er hamrabelti úr grágrýti, myndarlegur og reglulegur stuðlabergshamar. Bergið er hluti af basalthrauni sem rann…Lesa meira







