Íþróttir

Dregið í VÍS bikarnum í körfunni

Dregið var í 32 liða úrslit VÍS bikars karla í Laugardalnum í dag. Dregið verður í 16 liða úrslit karla og kvenna mánudaginn 3. nóvember. Eins og kom fram í bikardrættinum þá fer leikur Hattar og Tindastóls fram 26.-27. október vegna þátttöku Tindastóls í ENBL deildinni. Alls voru 26 lið skráð til leiks og því var dregið í tíu viðureignir. Leika skal dagana 19.-20. október. Skallagrímur fær Breiðablik í heimsókn. Snæfell, ÍA, KV, Stjarnan, Haukar og Grindavík sitja hjá og eru komin áfram í 16 liða úrslit.