Fréttir

Héldu kaffisamsæti í Viku einmanaleikans

Kvenfélag Stafholtstungna í Borgarfirði tók um helgina þátt í verkefni Kvenfélagasambands Íslands sem nefnist Vika einmanaleikans. Er um að ræða vitundarvakningu um einsemd og einmanaleika og stendur yfir 3.-10. október. Verkefninu er ætlað að opna á umræðu um einmanaleika í samfélaginu, upplýsa almenning um orsakir og afleiðingar, hvetja til aðgerða og efla samtakamátt í þjóðfélaginu gegn einmanaleika. Styrktaraðilar verkefnisins eru félags- og húsnæðismálaráðuneytið og Lýðheilsusjóður.