Fréttir
Björgunarskipið Björg í Rifi. Ljósm. úr safni/af

Hafið verði skipulagt nám áhafna björgunarskipa

Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra hefur lagt fram á Alþingi frumvarp til breytingu á lögum um áhafnir skipa. Frumvarpið, verði það að lögum, gerir ráðherra kleift að setja í reglugerð nánari ákvæði um menntun og þjálfun á vegum Slysavarnarfélagsins Landsbjargar og Slysavarnarskóla sjómanna  til skipstjórnar og vélgæslu á björgunarskipum. Námskrá og listi yfir kennara eru háð samþykki Samgöngustofu sem mun hafa eftirlit með náminu sem eingöngu gildir til starfa um borð í björgunarskipum Slysavarnarfélagsins Landsbjargar samkvæmt skipaskrá.