
Gerðuberg og kirkjan á Ytri Rauðamel
Með fallegri stöðum í náttúru Vesturlands er Gerðuberg í Eyjahreppi á Snæfellsnesi og bæjarstæðið á Ytri Rauðamel, sem er skammt norðan við Gerðuberg. Kirkja og íbúðarhús kúra þar undir háum hraunjaðri og reisulegur hlaðinn kirkjugarðsveggur gefur staðnum fallegt yfirbragð. Gerðuberg er hamrabelti úr grágrýti, myndarlegur og reglulegur stuðlabergshamar. Bergið er hluti af basalthrauni sem rann á Tertíer tímabilinu. Hraunið er óvenju fallega stuðlað og eru stuðlarnir mjög reglulegir 1 - 1,5 metrar í þvermál og eru 14 metra háir þar sem þeir eru hæstir. Á nokkrum stöðum í bergveggnum eru stuðlar farnir að slúta fram og eiga vafalítið eftir að falla í jarðhræringum einvern tímann.