
Strengjamót verður um helgina
Um helgina, 10.-12. október, fer fram strengjamót á Akranesi, þar sem hljóðfæraleikarar á strengjahljóðfæri koma saman. Þar koma saman 320 nemendur af öllu landinu og æfa í fimm mismunandi sveitum. Þau munu svo ljúka helginni með tónleikum á sunnudeginum kl. 14:00.