Fréttir

Erfðafjárskattur leggist ekki á jarðir í búrekstri

Guðrún Hafsteinsdóttir, ásamt þremur öðrum þingmönnum, hefur lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um breytingu á lögum um erfðafjárskatt. Meginefni lagabreytinganna felast í því að erfðafjárskattur leggist ekki á jarðir sem notaðar eru undir landbúnaðarrekstur líkt og slíkur rekstur er skilgreindur samkvæmt búnaðarlögum. Þau skilyrði eru þó sett samkvæmt breytingatillögunni að landbúnaðarrekstur hafi verið á jörðinni þegar arfleiðandi lést eða þegar sýslumaður áritaði erfðafjárskýrslu þegar um er að ræða fyrirframgreiðslu arfs. Þá þarf arftaki að hafa erft landið sem barn eða niðji og haldi áfram landbúnaðarrekstri í 10 ár frá dagsetningu arftöku. Takist það ekki skal greiða fullan erfðafjárskatt af eigninni.

Erfðafjárskattur leggist ekki á jarðir í búrekstri - Skessuhorn