
Samfylkingin langstærst í Norðvesturkjördæmi
Í nýjum þjóðarpúlsi Gallup, sem unninn var fyrir Ríkisútvarpið, var fylgi stjórnmálaflokka brotið niður eftir kjördæmum. Í Norðvesturkjördæmi eru sex kjördæmakjörnir þingmenn. Nokkrar breytingar hafa orðið á fylgi flokka frá síðasta þjóðarpúlsi og enn meiri ef miðað er við fylgi þeirra í kosningunum í lok nóvember. Samfylking og Miðflokkur bæta við sig fylgi.