Fréttir

true

Sálmurinn um blómið í flutningi Jóns Hjartarsonar

Leikgerð af bók Þórbergs Þórðarsonar; Sálminum um blómið, verður frumsýnd á fjölum Sögulofts Landnámssetursins í Borgarnesi laugardaginn 4. október í túlkun Jóns Hjartarsonar leikara og rithöfundar. Jón hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar árið 2021 fyrir handrit sitt að ljóðabókinni Troðningar. En hann er einna þekktastur sem leikari og hefur leikið í kringum eitt hundrað hlutverk á…Lesa meira

true

Ráðist verður í auknar sjóvarnir á Akranesi

Vegagerðin hefur auglýst útboð á sjóvörnum á Akranesi. Um er að ræða sjóvarnir á tveimur stöðum. Annars vegar 30 metra lenging sjóvarnar við dæluhús Veitna við Ægisbraut og hins vegar hækkun og styrking sjóvarnar á 200 metra löngum kafla á sjóvörn við Krókalón. Um nokkurra ára skeið hefur legið ljóst fyrir að bæta hafi þurft…Lesa meira

true

Sextán veghefilstjórar lærðu réttu handtökin

Um sjö þúsund kílómetrar af íslenska þjóðvegakerfinu, eða um 54% þess, eru malarvegir. Því er mikilvægt að viðhaldi þeirra sé sinnt af fagmennsku og þekkingu. Vegagerðin stendur reglulega fyrir námskeiðum fyrir veghefilstjóra og var eitt slíkt haldið í byrjun júní á Hótel Varmalandi í Borgarfirði. Í nýjasta tölublaði Framkvæmdafrétta Vegagerðarinnar er sagt frá því. Á…Lesa meira

true

Atvinnuleysi minnkaði lítillega í ágúst

Atvinnuleysi minnkaði lítillega á milli mánaða á Vesturlandi í ágúst samkvæmt tölum frá Vinnumálastofnun. Í ágúst var atvinnuleysi á Vesturlandi 2,3%. Hjá körlum var atvinnuleysið 2,4% en hjá konum 2,1%. Eru þetta sömu hlutfallstölur og í júlí. Í lok ágúst voru 227 manns án atvinnu á Vesturlandi en voru 245 í lok júlí. Flestir voru…Lesa meira

true

Stofnsamningur Farsældarráðs Vesturlands undirritaður

Sveitarstjórnarmenn og forsvarsmenn stofnana og félaga á Vesturlandi undirrituðu í gær á Akranesi samning um stofnun Farsældarráðs Vesturlands. Það var 17. maí 2024 sem Páll Snævar Brynjarsson framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi og Ásmundur Einar Daðason þáverandi mennta- og barnamálaráðherra undirrituðu samning um svæðisbundið farsældarráð á Vesturlandi. Var Vesturland þá fyrsti landshlutinn til að sameinast…Lesa meira

true

Vandræði vegna 4G senda í Borgarfirði

Þessar vikurnar standa yfir lokanir á 3G fjarskiptasendum um land allt. Það kallar á að þeir sem eiga slíka GSM síma þurfa að fjárfesta í nýjum síma sem styður 4G eða 5G. Nokkuð er um að símnotendur hafi ekki skipt um síma í tíma og lent þar af leiðandi í tilheyrandi sambandsleysi. Umræddum lokunum hafa…Lesa meira

true

Skrifstofa SSV lokuð í dag vegna útfarar

Í dag fer fram frá Grafarvogskirkju útför Svölu Svavarsdóttur viðskiptafræðings og starfsmanns Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi. Svala lést 22. september síðastliðinn 51 árs að aldri. Í starfi sínu var Svala í samskiptum við fjölmargt fólk innan sem utan Vesturlands. Meðal annars starfólk Skessuhorns og voru þau samskipti ætíð á glaðværum og jákvæðum nótum. En þéttast…Lesa meira

true

Gilið í Ólafsvík lagfært

Að undanförnu hafa staðið yfir framkvæmdir hjá Borgarverki í Gilinu í Ólafsvík. Verið er að gera endurbætur í læknum sem felast meðal annars í því að hlaða grjótvörn í botninum ásamt því að víkka út farveginn svo hann geti í flóðum flutt meira vatn. Auk þessara framkvæmda verður hreinsað efni fyrir ofan stífluna í Gilinu…Lesa meira

true

Jarðskjálftahrina við Grjótárvatn

Jarðskjálftahrina hófst við Grjótárvatn á Mýrum rétt fyrir klukkan fjögur í nótt. Stærsti skjálftinn mældist 3,2 að stærð. Rúmlega 30 skjálftar hafa mælst í hrinunni. Síðast mældist skjálfti 3,2 að stærð þriðjudaginn 29. júlí sl. Veðurstofan segir engar tilkynningar hafa borist um að skjálftans hafi orðið vart í byggð.Lesa meira

true

Fólk sem vill og þorir

Rætt við nýja eigendur að Hótel Borgarnesi Hótel Borgarnes stendur við Egilsgötu 11 í Borgarnesi og þar á ferðaþjónusta sér langa sögu. Nýir eigendur hafa nú tekið við rekstrinum, hjónin Lína Móey Bjarnadóttir og Sigurður Karlsson. Blaðamaður Skessuhorns settist um stund niður með þeim á skrifstofunni til að taka stöðuna. Ýmis tengsl við svæðið Þau…Lesa meira