
Sjór gengur á land við Krókalón 8. febrúar 2022.
Ráðist verður í auknar sjóvarnir á Akranesi
Vegagerðin hefur auglýst útboð á sjóvörnum á Akranesi. Um er að ræða sjóvarnir á tveimur stöðum. Annars vegar 30 metra lenging sjóvarnar við dæluhús Veitna við Ægisbraut og hins vegar hækkun og styrking sjóvarnar á 200 metra löngum kafla á sjóvörn við Krókalón. Um nokkurra ára skeið hefur legið ljóst fyrir að bæta hafi þurft sjóvarnir á þessum svæðum ekki síst við Krókalón þar sem talsvert eignatjón varð í miklum sjógangi 8. febrúar 2022.