
Vandræði vegna 4G senda í Borgarfirði
Þessar vikurnar standa yfir lokanir á 3G fjarskiptasendum um land allt. Það kallar á að þeir sem eiga slíka GSM síma þurfa að fjárfesta í nýjum síma sem styður 4G eða 5G. Nokkuð er um að símnotendur hafi ekki skipt um síma í tíma og lent þar af leiðandi í tilheyrandi sambandsleysi.