Fréttir

true

Smár í fjallasal

Guðmundur Rúnar Svansson leiðsögumaður í Dalsmynni var fyrr í vikunni á ferð með hóp fólks á Tröllakirkju í Kolbeinsstaðafjalli. Fólkið var úr Alpahópi Ferðafélags Íslands. Þarna er leiðsögumaðurinn gulklæddur „á tröppum“ Tröllakirkju. Fallegir hauslitir gera umhverfið enn tignarlegra. Myndina tók Haukur Logi Karlsson.Lesa meira

true

Gróðursetningardagur í grunnskólanum

Á þriðjudaginn var öllum íbúum Grundarfjarðar boðið í Grunnskóla Grundarfjarðar á degi Íslenskrar náttúru. Skógræktarfélag Eyrarsveitar, Lionsklúbbur Grundarjarðar og Grundarfjarðarbær mættur þá í skólann með 600 plöntur til gróðursetningar á svæðinu. Krakkarnir tóku til hendinni og gróðursettu plönturnar áður en grillaðar voru pylsur ofan í mannskapinn. Glæsilegt framtak í tilefni dagsins.Lesa meira

true

Í leitum á Langavatnsdal – myndasyrpa

Matráðum fylgt eftir í gangnamannaskálann á Torfhvalastöðum Langavatnsdalur skerst inn í hálendið milli Mýra- og Dalasýslna. Þar hefur í aldanna rás verið alfaraleið milli sýslna og afréttur bænda allt aftur í landnám. Það er grösugt og fallegt inn á Langavatnsdal og víða lynggróður í ásum og brekkum og því kjörlendi fyrir fé sem getur fundið…Lesa meira

true

Kortleggja hættuatvik og slys í íslenskri náttúru

Ferðamálastofa birtir nú í fyrsta sinn í Mælaborði ferðaþjónustunnar samantekt á hættuatvikum og slysum sem tengjast ferðafólki og útivistarfólki í íslenskri náttúru. Samantektin var unnin af Ferðamálastofu og byggir á atvikum sem fundust með leit í Google og á völdum vefmiðlum. „Markmiðið er að varpa ljósi á þær hættur sem geta fylgt ferðum um íslenska…Lesa meira

true

Störfum á vegum ríkisins fjölgaði mest á höfuðborgarsvæðinu

Stöðugildi á vegum ríkisins voru 29.054 um síðustu áramót. Þar af voru 18.802, eða 65% starfa, skipuð af konum og 10.252 (35%) af körlum. Á árinu 2024 fjölgaði stöðugildum hins opinbera um 538 á landsvísu eða um 1,9%. Flest stöðugildi á vegum ríkisins eru staðsett á höfuðborgarsvæðinu, enda er meirihluti landsmanna búsettur þar. Hins vegar…Lesa meira

true

Margir á hraðferð

Lögreglan á Vesturlandi hafði í liðinni viku afskipti af ríflega 60 ökumönnum vegna of hraðs aksturs. Sá sem hraðast ók mældist á 144 km/klst. Einnig var ökumaður stöðvaður innanbæjar í Borgarnesi á rétt um tvöföldum hámarkshraða, þ.e. á 59 km hraða þar sem hámarkshraði er 30 km/klst. Einnig voru meint hraðabrot mynduð hjá 436 ökumönnum…Lesa meira

true

Þungar áhyggjur af málefnum flóttamanna á Bifröst

Velferðarnefnd Borgarbyggðar lýsir á nýjasta fundi sínum yfir þungum áhyggjum af þeirri stöðu sem orðin er varðandi samræmda móttöku flóttamanna og óskar eftir reglulegri upplýsingagjöf og eftirfylgni af hálfu félagsþjónustu um málið. Á fundi nefndarinnar í apríl síðastliðnum kom m.a. fram að ljóst væri að sveitarfélagið bæri töluverðan fjárhagslegan þunga vegna fjölda flóttafólks sem hefur…Lesa meira

true

Eldgos gæti hafist hvenær sem er

Veðurstofan staðfestir að landris og kvikusöfnun undir Svartsengi á Reykjanesi haldi áfram, en um 8-9 milljónir rúmmetra kviku hafa safnast undir Svartsengi frá síðasta gosi sem hófst 16. júlí og orsakaði m.a. talsverða gosmóðu á Vesturlandi. Magnið sem hljóp úr kvikusöfnunarsvæðinu í því gosi var áætlað um 12 milljónir rúmmetra. Líkurnar á nýju eldgosi aukast…Lesa meira

true

Óboðlegt neysluvatn í Grábrókarveitu

Í liðnum mánuði kom hópur fólks saman til fundar í Skógarnesi í Stafholtstungum. Til hans var boðað að frumkvæði eiganda Skógarness og tilefnið var óhreint neysluvatn sem kemur þangað eftir pípum frá neysluvatnsveitu Veitna; Grábrókarveitu í Norðurárdal. Neysluvatn var frá árinu 2007 og í um 15 ár leitt úr Grábrókarhrauni til Borgarness og nærsveita, en…Lesa meira

true

Hjáleið í dag um Akrafjallsveg vegna malbikunar á hringvegi

Colas Ísland stefnir á í dag, miðvikudaginn 17. september, að malbika þjóðveginn á móts við Kúludalsá í Hvalfirði. Kaflinn er um 700 metrar að lengd og verður hringveginum lokað á milli hringtorgsins við Hvalfjarðargöng og Akrafjallsvegar. Áætlað er að framkvæmdirnar standi frá kl. 09:00 til kl. 20:00. Umferð verður beint um Akrafjallsveg og viðeigandi merkingar…Lesa meira