Fréttir

true

Baldri kippt úr Breiðafjarðarsiglingum

Ferjuleiðir, rekstraraðilar Breiðafjarðarferjunnar Baldurs, hafa tilkynnt að síðasta ferð Baldurs, áður en skipið verður notað til að leysa Herjólf af 8. september, verði föstudaginn 5. september. Í tilkynningu frá Ferjuleiðum segir: „Baldur mun leysa af Herjólf í siglingum til og frá Vestmannaeyjum frá og með 8. september. Baldur siglir síðustu ferðina yfir Breiðafjörð þann 5.…Lesa meira

true

Jökulhlaupinu úr Hafrafellslóni lokið

Jökulhlaupinu úr Hafrafellslóni, sem hófst föstudaginn 20. ágúst, er að ljúka. Í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að vatnshæð og rennsli í Hvítá er nú svipað og var fyrir hlaupið. Aðfararnótt sunnudags mældust tveir toppar á vatnshæð í Hvítá ofan Húsafells, með nokkurra klukkustunda millibili. Þeir marka hámark hlaupsins. Rennsli í Hvítá við mælistaðinn Kljáfoss, um…Lesa meira

true

Metfjöldi tók þátt í Beint frá býli deginum

Í gær var árlegur Beint frá býli dagur haldinn á nokkrum stöðum á landinu. Daginn skipuleggja Samtök smáframleiðenda matvæla og félagið Beint frá býli. Markmiðið er að vekja athygli á hugmyndafræði beint frá býli, efla tengsl smáframleiðenda og neytenda og að selja vörur milliliðalaust. Að þessu sinni voru ábúendur á Erpsstöðum í Dölum gestgjafarnir. Að…Lesa meira

true

Minningarsjóður Kirkjubólshjóna veitir verðlaun

Linda Vilhjálmsdóttir og Freyjukórinn verðlaunuð Ljóðaverðlaun Guðmundar Böðvarssonar og Borgfirsk menningarverðlaun voru veitt í tólfta sinn í Reykholtskirkju síðastliðinn laugardag. Verðlaunahafar voru Linda Vilhjálmsdóttir ljóðskáld og Freyjukórinn, kvennakór sem starfaði hefur í Borgarfirði um langt skeið. Dýrmætt svigrúm til að yrkja Verðlaunin eru veitt á vegum minningarsjóðs Guðmundar skálds frá Kirkjubóli í Hvítársíðu og Ingibjargar…Lesa meira

true

Fræsa hvinrendur – umferð beint um Melasveitarveg á meðan

Þriðjudagskvöldið 26. ágúst er stefnt á fræsiframkvæmdir á hringveginum framhjá Melasveit. Kaflinn er um 1200 metrar að lengd og verður umferð á leiðinni suður send hjáleið um Melasveitarveg og umferð á leiðinni norður ekur meðfram vinnusvæðinu. Hámarkshraði verður lækkaður og viðeigandi merkingar og hjáleiðir verða settar upp skv. viðhengdri merkingaráætlun. Áætlað er að framkvæmdirnar standi…Lesa meira

true

Alzheimersamtökin með fræðslu á Snæfellsnesi

Alzheimersamtökin bjóða til fræðslu á Snæfellsnesi á morgun og miðvikudag, dagana 26. og 27. ágúst, í Snæfellsbæ, Grundarfirði og Stykkishólmi þar sem starf samtakanna verður kynnt og fjallað um heilabilun, góð samskipti og stuðning við aðstandendur. Fræðslufundirnir eru opnir öllum áhugasömum og aðgangur er ókeypis. Meiri þekking og minni fordómar Eitt af meginmarkmiðum Alzheimersamtakanna er…Lesa meira

true

Iðnaðargas nú fáanlegt í Borgarnesi

Límtré-Vírnet í Borgarnesi býður nú upp á nýja þjónustu í samstarfi við Veldix ehf. Fyrirtækið hefur gerst umboðsaðili fyrir Veldix og selur iðnaðargas við starfsstöðina í Borgarnesi.Lesa meira

true

Nýtt íþróttahús í Heiðarborg fullbúið að utan

Nýtt íþróttahús er nú risið við Heiðarborg í Hvalfjarðarsveit, skammt frá Heiðarskóla. Húsið er fullbúið að utan en nýverið var skrifað undir samning við verktakann, K16 ehf. um að sjá um alla vinnu innan dyra. Sá samningur felur í sér lagnavinnu, innréttingar og búnað ásamt lóðafrágangi. Verklok verða fyrir upphaf skólaárs eftir ár, þ.e. 1.…Lesa meira

true

Tap og sigur Vesturlandsliðanna

Vesturlandsliðin Kári Akranesi og Víkingur Ólafsvík spiluðu bæði leiki í annarri deildinni á laugardaginn. Kári hélt austur og mætti KFA á SÚN vellinum. Heimamenn höfðu betur, sigruðu 2-1. Jawed Boumeddane og Marteinn Már Sverrisson skoruðu fyrir KFA en Sigurjón Logi Bergþórsson minnkaði mun Kára. Eftir leikinn er KFA áfram í 8. sæti deildarinnar og nú…Lesa meira

true

Erla Karitas hetja Skagakvenna

Kvennalið ÍA í fótbolta tók á móti Haukum í leik í Lengjudeildinni sl. fimmtudag. Erla Karitas Jóhannesdóttir var hetjan heimakvenna og skoraði bæði mörkin í endurkomusigri Skagakvenna. Mark gestann gerði Ragnheiður Tinna Hjaltalín. Skagakonur eru nú á býsna öruggum stað um miðbik deildarinnar með 21 stig eftir 16 umferðir. ÍBV trónir á toppnum með 43…Lesa meira