
Nýtt íþróttahús í Heiðarborg fullbúið að utan
Nýtt íþróttahús er nú risið við Heiðarborg í Hvalfjarðarsveit, skammt frá Heiðarskóla. Húsið er fullbúið að utan en nýverið var skrifað undir samning við verktakann, K16 ehf. um að sjá um alla vinnu innan dyra. Sá samningur felur í sér lagnavinnu, innréttingar og búnað ásamt lóðafrágangi. Verklok verða fyrir upphaf skólaárs eftir ár, þ.e. 1. ágúst 2026. Efla verkfræðistofa mun líkt og áður sjá um verkeftirlit framkvæmda en umsjón með verkinu, fyrir hönd Hvalfjarðarsveitar, hefur Hlynur Sigurdórsson, verkefnastjóri framkvæmda og eigna.