
Erla Karitas Jóhannesdóttir. Ljósm. úr safni/vaks
Erla Karitas hetja Skagakvenna
Kvennalið ÍA í fótbolta tók á móti Haukum í leik í Lengjudeildinni sl. fimmtudag. Erla Karitas Jóhannesdóttir var hetjan heimakvenna og skoraði bæði mörkin í endurkomusigri Skagakvenna. Mark gestann gerði Ragnheiður Tinna Hjaltalín. Skagakonur eru nú á býsna öruggum stað um miðbik deildarinnar með 21 stig eftir 16 umferðir. ÍBV trónir á toppnum með 43 stig, en botnsætin verma Fylkir og Afturelding með sex og átta stig hvort lið.