
Tap og sigur Vesturlandsliðanna
Vesturlandsliðin Kári Akranesi og Víkingur Ólafsvík spiluðu bæði leiki í annarri deildinni á laugardaginn. Kári hélt austur og mætti KFA á SÚN vellinum. Heimamenn höfðu betur, sigruðu 2-1. Jawed Boumeddane og Marteinn Már Sverrisson skoruðu fyrir KFA en Sigurjón Logi Bergþórsson minnkaði mun Kára. Eftir leikinn er KFA áfram í 8. sæti deildarinnar og nú með 27 stig en Kári í næst neðsta sæti með 18 stig, stigi meira en botnliðið, þegar þrjár umferðir eru eftir.