Fréttir

true

Gul veðurviðvörun við Breiðafjörð síðdegis á morgun og laugardaginn

Veðurstofan hefur gefið út gula veðurviðvörum fyrir Breiðafjörð frá því síðdegis á morgun. Samkvæmt viðvöruninni er spáð suðvestan 8-13 m/s með 13-18 m/s í vindstrengjum á Snæfellsnessi. Vindhviður geta farið í allt að 30 m/s. Veður verður því varasamt ökutækjum sem taka á sig vind. Viðvörunin gildir frá kl.15:00 á morgun til kl. 23:00 laugardaginn…Lesa meira

true

Eyjólfur sat fyrir svörum um málefni ráðuneytisins

Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra er um þessar mundir á fundaferð um landið. Býður hann til opinna samráðsfunda í öllum landshlutum. Slíkur fundur fór fram í Hjálmakletti í Borgarnesi síðdegis í gær. Ráðherra hélt í upphafi stutta tölu um þau mál sem undir hans ráðuneyti heyra. Það eru sveitarstjórnarmálefni, byggðamál, samgöngur, stafræna innviði og nú síðast strandveiðar…Lesa meira

true

Eldislax er að veiðast í Haukadalsá

Fiskurinn á meðfylgjandi mynd var veiddur í Haukadalsá í Dölum í gær. Fiskurinn er augljóslega eldislax. Það má meðal annars sjá á sporði og aflöguðum neðri kjálka. Hópurinn sem var við veiðar í ánni landaði að minnsta kosti þremur öðrum löxum svipuðum að stærð. Samkvæmt lýsingum af staðnum er áin; „full af fiski“ neðarlega, 80…Lesa meira

true

Vesturlandsliðin töpuðu bæði leikjum sínum

Vesturlandsliðin Víkingur Ólafsvík og Kári Akranesi fóru bæði halloka í leikjum sínum þegar 17. umferð annarrar deildarinnar í knattspyrnu fór fram í gærkvöldi. Víkingar, sem verið hafa á ágætri siglingu í deildinni að undanförnu, fékk lið Hauka í heimsókn á Ólafvíkurvöll. Víkingar náðu forystunni á 29. mínútu með marki Asmer Begic. Forystan stóð ekki lengi…Lesa meira

true

Föngulegur fálki á Hellissandi

Á dögunum var sett upp við skógræktarsvæðið Tröð á Hellissandi trélistaverk sem Hörður Rafnsson smíðakennari við Grunnskóla Snæfellsbæjar hefur unnið að í sumar og sett upp með aðstoð Bartolomiej Janewicz nemanda skólans. Listaverk Harðar er fálki tæpir fjórir metrar að hæð. Fálkinn er í vetrarbúningi með rjúpu sem hann hefur fangað sér til matar. Listaverkið…Lesa meira

true

Stækka gangnamannaskálann

Á afgreiðslufundi hjá byggingafulltrúa Borgarbyggðar í vikunni var samþykkt umsókn Borgarbyggðar um stækkun á gangnamannaskálanum á Langavatnsdal. Sótt var um leyfi fyrir stækkun á núverandi húsi um 44 fermetra. Verður húsið byggt út timbri á steyptar undirstöður en hönnuður er Ómar Pétursson hjá Nýhönnun ehf. Fram kemur í fundargerð að unnið sé að stofnun og…Lesa meira

true

Mikil gróska hefur einkennt verkefnið DalaAuð

Byggðastofnun telur mikla grósku hafa einkennt verkefnið DalaAuð þau þrjú ár sem að verkefninu hefur verið unnið og framhaldið lofi sannarlega góðu en verkefnið hefur nú verið framlengt til ársloka 2026. Þetta kemur fram í ársskýrslu stofnunarinnar fyrir árið 2024 um verkefnið Brothættar byggðir sem unnið hefur verið að víða um land undanfarin ár. Í…Lesa meira

true

Lokað vegna viðhalds – myndasyrpa

Frásögn af sjálfboðaliðaferð til Færeyja til viðhalds göngustíga og annarra innviða Í Færeyjum, er hugað vel að náttúrunni og eru ferðamenn beðnir að huga vel að umhverfinu, ganga vel um hina ósnortnu náttúru, nota göngustíga sem búið er að gera og ekki fara út af þeim. Heimafólk hugsar ekki endilega um að fá sem flesta…Lesa meira

true

Opinn íbúafundur í dag

Opinn samráðsfundur með Eyjólfi Ármannssyni innviðaráðherra með íbúum Vesturlands verður haldinn í Borgarnesi síðdegis í dag; miðvikudaginn 13. ágúst kl. 16:30. Fundurinn verður haldinn í Hjálmakletti og er öllum opinn. „Tilgangur fundarins er að kalla eftir sjónarmiðum íbúa og sveitarstjórnarfólks um málaflokka ráðuneytisins; samgöngur, sveitarstjórnar- og byggðamál og fjarskipti og stafræna innviði. Það mun m.a.…Lesa meira

true

Verndartollar af óljósum hvötum ekki einkamál Elkem – fréttaskýring

Spurt hvort EES samningurinn verndi þegar á reynir Fréttir þess efnis að Evrópusambandið hyggist leggja á verndartolla á kísilmálm frá Íslandi og Noregi komu eins og þruma úr heiðskíru lofti undir lok júlímánaðar. Samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið (EES) hefur í hugum flestra verið staðfesting á því að lönd innan Evrópusambandsins annars vegar og Noregur og…Lesa meira