Fréttir
Aðstandendur verkefnisins Jólasveinarnir koma úr Dölunum og frummælendur á samkomu í Árbliki fyrr í sumar standa hér við stöpulinn um Skyrgám. F.v. Einar Svansson, Guðbjörg María Ívarsdóttir, Árni Björnsson, Þorgrímur Einar Guðbjartsson, Nanna Rögnvaldardóttir, Björn Þór Sigurbjörnsson og Guðrún Bragadóttir. Ljósm. mm

Mikil gróska hefur einkennt verkefnið DalaAuð

Byggðastofnun telur mikla grósku hafa einkennt verkefnið DalaAuð þau þrjú ár sem að verkefninu hefur verið unnið og framhaldið lofi sannarlega góðu en verkefnið hefur nú verið framlengt til ársloka 2026. Þetta kemur fram í ársskýrslu stofnunarinnar fyrir árið 2024 um verkefnið Brothættar byggðir sem unnið hefur verið að víða um land undanfarin ár.

Mikil gróska hefur einkennt verkefnið DalaAuð - Skessuhorn