Fréttir

true

Mælimastur risin á Grjóthálsi

Um liðna helgi voru reist tvö mælimöstur á Grjóthálsi í Borgarfirði. Það stærra er 98 metra hátt en hið minna um 15 metrar. Möstrunum er ætlað að mæla veðurfar á hálsinum í aðdraganda þess að landeigendur á Hafþórsstöðum og Sigmundarstöðum hyggjast reisa þar vindorkuver. Byggingafulltrúi Borgarbyggðar gaf út framkvæmdaleyfi vegna uppsetningar mælimasturs á afgreiðslufundi sínum…Lesa meira

true

Tilkynningar vegna lausagöngu

Í liðinni viku fékk Lögreglan á Vesturlandi samtals sex tilkynningar vegna lausagöngu búfjár meðfram þjóðvegum. Fé er greinilega farið að leita niður á láglendið og því rík ástæða til að hvetja fjáreigendur til að fylgjast vel með ástandi girðinga og koma í veg fyrir slys á fólki og fénaði.Lesa meira

true

Fjölbreyttir Hvalfjarðardagar um komandi helgi

Hin árlega bæjar- og héraðshátíð Hvalfjarðardagar verður um komandi helgi og að vanda dreifast dagskrárliðir hátíðarinnar um viðfeðma sveitina. Upphaf hátíðarinnar má rekja til ársins 2008 þegar hátíðin stóð dagspart. Síðan hefur hún þróast og vaxið í takt við sveitarfélagið sjálft sem stendur fyrir hátíðinni. Að þessu sinni ákvað menningar- og markaðsnefnd Hvalfjarðarsveitar að gera…Lesa meira

true

Eric Clapton – 80 ára heiðurstónleikar í Brún

Föstudaginn 22. ágúst mun hljómsveitin Key To The Highway halda tónleika í Brún í Bæjarsveit til heiðurs Eric Clapton áttræðum. Hljómsveitina skipa: Ásmundur Svavar Sigurðsson á bassa, Eðvarð Lárusson gítar, Gunnar Ringsted gítar, Heiðmar Eyjólfsson söngur, Jakob Grétar Sigurðsson trommur og Pétur Hjaltested hljómborð. Húsið opnar klukkan 20:00 en tónleikarnir hefjast kl. 21:00. Miðaverð er…Lesa meira

true

Stöðvaður á 186 km hraða

Fjórir ökumenn voru í liðinni viku kærðir vegna notkunar farsíma án handfrjáls búnaðar. Lögreglumenn stöðvuðu alls 89 vegna of hraðs aksturs. Sá sem hraðast ók var á 186 km hraða á klst. og var hann sviptur ökuréttindum á staðnum. Hraðamyndavélar sem staðsettar eru víða á landinu klófestu 489 ökumenn sem óku of hratt, en sýslumaðurinn…Lesa meira

true

Viktor og Jón Gísli í leikbann

Tveir leikmenn ÍA, þeir Jón Gísli Eyland Gíslason og Viktor Jónsson, voru í dag úrskurðaðir í eins leik bann vegna fjögurra gulra spjalda sem þeir hafa fengið hvor um sig í undanförnum leikjum. Þeir verða því báðir í leikbanni þegar lið ÍA og Víkings eigast við í Bestu-deildinni á sunnudaginn á Elkem-vellinum. Um nokkra blóðtöku…Lesa meira

true

Atvinnuleysi jókst á Vesturlandi í júlí

Atvinnuleysi jókst á milli mánaða á Vesturlandi í júlí samkvæmt tölum frá Vinnumálastofnun. Í júlí var atvinnuleysi á Vesturlandi 2,3% en var 2,1% í júní. Skráð atvinnuleysi á landinu öllu var 3,4% og var það óbreytt á milli mánaða. Í júlí voru að meðaltali 245 manns án atvinnu á Vesturlandi. Flestir voru þeir 108 á…Lesa meira

true

Ríkisstjórnin heldur sumarfund sinn í Stykkishólmi

Dagana 14.-15. ágúst mun ríkisstjórnin halda árlegan sumarfund sinn í Stykkishólmi og fer hann fram í Höfðaborg. Meðal annars verður fundað á fimmtudaginn með Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi en aðaláherslumál fundarins verða atvinnumál og mun sérstök umræða fara fram um fyrirhugaða atvinnustefnu. Þá mun ríkisstjórnin eiga ýmis óformlegri samtöl en að loknum ríkisstjórnarfundi, um kl.…Lesa meira

true

Samið um annan áfanga íþróttahúss

Undirritaður hefur verið samningur milli Hvalfjarðarsveitar og K16 ehf. um annan áfanga byggingar nýs íþróttahúss við Heiðarborg. Samningurinn felur í sér frágang innanhúss; lagnir, innréttingar og búnað ásamt lóðafrágangi. Verklok eru 1. ágúst 2026. Fyrirtækið K16 ehf. sá einnig um fyrsta áfanga verksins. Þær framkvæmdir hafa gengið vel og er nú að ljúka, samkvæmt frétt…Lesa meira

true

Syrtir heldur í álinn hjá ÍA þrátt fyrir góða frammistöðu Árna Marinós

Það blés byrlega hjá liði ÍA strax í upphafi leiks þegar það mætti FH í 18. umferð Bestu deildarinnar í gærkvöldi á Kaplakrikavelli. Bæði liðin voru fyrir leikinn í botnbaráttu deildarinnar og þurftu sárlega á sigri að halda. Strax á 5. mínútu náði ÍA forystu með glæsilegu marki Hauks Andra Haraldssonar eftir góðan undirbúning Gabríels…Lesa meira