
Um liðna helgi voru reist tvö mælimöstur á Grjóthálsi í Borgarfirði. Það stærra er 98 metra hátt en hið minna um 15 metrar. Möstrunum er ætlað að mæla veðurfar á hálsinum í aðdraganda þess að landeigendur á Hafþórsstöðum og Sigmundarstöðum hyggjast reisa þar vindorkuver. Byggingafulltrúi Borgarbyggðar gaf út framkvæmdaleyfi vegna uppsetningar mælimasturs á afgreiðslufundi sínum…Lesa meira