
Stöðvaður á 186 km hraða
Fjórir ökumenn voru í liðinni viku kærðir vegna notkunar farsíma án handfrjáls búnaðar. Lögreglumenn stöðvuðu alls 89 vegna of hraðs aksturs. Sá sem hraðast ók var á 186 km hraða á klst. og var hann sviptur ökuréttindum á staðnum.