Fréttir
Hér má sjá mælimöstrin á Grjóthálsi risin, en myndin er tekin frá Helgavatni í Þverárhlíð. Ljósm. Vilhjálmur Diðriksson

Mælimastur risin á Grjóthálsi

Um liðna helgi voru reist tvö mælimöstur á Grjóthálsi í Borgarfirði. Það stærra er 98 metra hátt en hið minna um 15 metrar. Möstrunum er ætlað að mæla veðurfar á hálsinum í aðdraganda þess að landeigendur á Hafþórsstöðum og Sigmundarstöðum hyggjast reisa þar vindorkuver. Byggingafulltrúi Borgarbyggðar gaf út framkvæmdaleyfi vegna uppsetningar mælimasturs á afgreiðslufundi sínum 16. júlí síðastliðinn í ljósi ákvörðunar sveitarstjórnar frá 8. maí sl. að samþykkja tillögu skipulags- og byggingarnefndar um nýtt deiliskipulag fyrir uppsetningu mastursins. Var það gert að ósk framkvæmdaraðila, Hróns ehf., en að því félagi standa eigendur fyrrgreindra jarða.

Mælimastur risin á Grjóthálsi - Skessuhorn